Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2020 14:00 Settið hjá Studio 2020 á Hafnartorgi. Mynd/HönnunarMars Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Þættirnir eru þrír talsins og verða sýndir hér á Vísi klukkan þrjú í dag, á föstudag og laugardag. Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan eftir að hún hefst. Klippa: Hönnunarspjall STUDIO 2020 - Bergur, Greipur og Sara Garðar Eyjólfsson og Hlín Helga Guðlaugsdóttir ræða við Berg Finnbogason sköpunarstjóri EVE online hjá CCP, Þóreyju Einarsdóttur, stjórnandi HönnunarMars og Söru Jónsdóttur, fyrrum stjórnanda HönnunarMars sem gefa ábendingar um dagskrá hátíðarinnar. Í hönnunarspjallþætti dagsins verður einnig farið yfir sýningar og viðburði dagsins og það sem framundan er á hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. Markmiðið með þessu er að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Auk þess að hvetja til breiðs samtals um hönnun og arkitektúr. Umsjón með hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og útlit hefur Steinn Einar Jónsson hannað. HönnunarMars stendur yfir frá 24. til 28. júní og má nálgast dagskrá og frekari upplýsingar á vefsíðu HönnunarMars. Nokkrir einstaklingar hafa líka gert sína eigin dagskrá undir yfirskriftinni Minn eigin HönnunarMars og er sífellt að bætast í hópinn. Sara Jónsdóttir og Greipur Gíslason, fyrrverandi stjórnendur HönnunarMars eru líka virk á Instagram, þar sem þau birta dagskrá hvers dags sem þau eru búin að setja saman undir #jointexdirectorsprogram. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Þættirnir eru þrír talsins og verða sýndir hér á Vísi klukkan þrjú í dag, á föstudag og laugardag. Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan eftir að hún hefst. Klippa: Hönnunarspjall STUDIO 2020 - Bergur, Greipur og Sara Garðar Eyjólfsson og Hlín Helga Guðlaugsdóttir ræða við Berg Finnbogason sköpunarstjóri EVE online hjá CCP, Þóreyju Einarsdóttur, stjórnandi HönnunarMars og Söru Jónsdóttur, fyrrum stjórnanda HönnunarMars sem gefa ábendingar um dagskrá hátíðarinnar. Í hönnunarspjallþætti dagsins verður einnig farið yfir sýningar og viðburði dagsins og það sem framundan er á hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. Markmiðið með þessu er að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Auk þess að hvetja til breiðs samtals um hönnun og arkitektúr. Umsjón með hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og útlit hefur Steinn Einar Jónsson hannað. HönnunarMars stendur yfir frá 24. til 28. júní og má nálgast dagskrá og frekari upplýsingar á vefsíðu HönnunarMars. Nokkrir einstaklingar hafa líka gert sína eigin dagskrá undir yfirskriftinni Minn eigin HönnunarMars og er sífellt að bætast í hópinn. Sara Jónsdóttir og Greipur Gíslason, fyrrverandi stjórnendur HönnunarMars eru líka virk á Instagram, þar sem þau birta dagskrá hvers dags sem þau eru búin að setja saman undir #jointexdirectorsprogram. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira