KSÍ kynnir nýja landsliðsmerkið 1. júlí næstkomandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:44 Myndin sem birtist á vef Puma en var svo tekin út. Mynd/Puma Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið. KSÍ Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið.
KSÍ Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira