Golf

Ólafía og Axel Ís­lands­meistarar í holu­keppni

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sköruðu fram úr á Jaðarsvelli á Akureyri.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sköruðu fram úr á Jaðarsvelli á Akureyri. myndir/[email protected]

Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang.

Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu.

Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi.

Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. 

Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar.

Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×