Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 3 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 20. júní 2020 09:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun