Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 23:21 John Bolton deildi oft vioð Trupm þegar hann var þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Mark Humphrey Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira