Kláraði og vann sjöþraut fótbrotin: Helvíti en ég fór þetta á þrjóskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 10:30 María Rún Gunnlaugsdóttir sagði söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra og hvað hún þurfti þá að ganga í gegnum. Skjámynd/Fésbókin Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira