Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2020 09:01 Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna verðlagningar símans vorið 2019. Vísir/Samsett Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf. Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf.
Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15