„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 15:16 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, og S. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar. AP/Stephen B. Morton „Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
„Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41