Aukning á salmonellu í svínum og alifuglum á síðasta ári Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 14:58 Engin aukning varð á sýkingum í fólki. Vísir/Getty Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira