Segir landsliðsþjálfara Englands hafa sýnt liðinu óvirðingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 16:00 Phil Neville hughreystir hér Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleik HM. Getty/Marc Atkins Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31