„Bróðir minn vildi frið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 20:04 Terrence Floyd segir ofbeldi skyggja á tilgang mótmælanna. Hann skilji að fólk sé reitt en ofbeldi og eyðilegging sé ekki svarið. Skjáskot Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“ Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49