Dúndur veitingastaðir á hjólum fara í öll úthverfin og landsbyggðina Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 19:59 Vala Matt fór og skoðaði matarvagna sem ferðast um bæinn. Vísir Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina, og svo í framhaldinu út á landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður í öll hverfi bæjarins. Fjölbreytnin er mikil og hafa margir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Rótgrónir veitingastaðir hafa snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs. Facebook-síðurnar Reykjavík Street Food og Matarvagnar og Götubiti á Íslandi hafa að geyma helstu upplýsingar um ferðir vagnanna. Róbert Aron Magnússon segir framtakið hafa byrjað í lok mars. „Þegar samkomubannið skall á, þá sáum við tækifæri að fólk væri kannski ekki að treysta út og kannski mátti það ekki, þannig við hugsuðum: Okei, hvað getum við gert? Jú, við getum kannski komið með matinn til fólksins,“ segi Róbert. Það hafi því verið ákveðið að fara í helstu hverfi bæjarins, en í upphafi tóku þrír matarvagnar þátt. Nú eru vagnarnir tíu og ellefti á leiðinni. „Við erum búin að ferðast núna um þrjátíu hverfi víðs vegar um Reykjavíkursvæðið og fara í nágrannasveitarfélögin í kring. Það er búið að vera frábært – geggjaðar viðtökur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina, og svo í framhaldinu út á landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður í öll hverfi bæjarins. Fjölbreytnin er mikil og hafa margir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Rótgrónir veitingastaðir hafa snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs. Facebook-síðurnar Reykjavík Street Food og Matarvagnar og Götubiti á Íslandi hafa að geyma helstu upplýsingar um ferðir vagnanna. Róbert Aron Magnússon segir framtakið hafa byrjað í lok mars. „Þegar samkomubannið skall á, þá sáum við tækifæri að fólk væri kannski ekki að treysta út og kannski mátti það ekki, þannig við hugsuðum: Okei, hvað getum við gert? Jú, við getum kannski komið með matinn til fólksins,“ segi Róbert. Það hafi því verið ákveðið að fara í helstu hverfi bæjarins, en í upphafi tóku þrír matarvagnar þátt. Nú eru vagnarnir tíu og ellefti á leiðinni. „Við erum búin að ferðast núna um þrjátíu hverfi víðs vegar um Reykjavíkursvæðið og fara í nágrannasveitarfélögin í kring. Það er búið að vera frábært – geggjaðar viðtökur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira