Gæti faraldurinn fært íslenskum liðum forskot? Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 20:00 Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel „Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
„Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira