Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 15:19 Reynir Traustason hefur marga fjöruna sopið á vettvangi fjölmiðlanna, sem harðsnúinn blaðamaður og ritstjóri. Hann var hættur en snýr nú til baka. Hann segir enga leið að hætta. visir/vilhelm „Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira