Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 09:05 Adrian Hill er bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla. Oxford/Getty Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira