Golf

Góð forysta Valdísar á heimavelli fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdís hefur spilað vel á heimavelli um helgina.
Valdís hefur spilað vel á heimavelli um helgina. [email protected]

Valdís Þóra Jónsdóttir er með fimm högga forystu á Akranesi þegar tveimur hringjum af þremur er lokið á B59 hótel mótinu en mótið er fyrsta mótið af alls fimm sem eru á stigamótaröð GSÍ tímabilið 2020.

Valdís Þóra spilaði annan hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hún hefur því samanlagt spilað fyrstu tvo hringina á níu högum undir pari og er með fimm högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem spilaði á 72 höggum í dag og er á fjórum undir.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í þriðja sætinu á einu höggi undir pari og er því átta höggum á eftir Valdísi en í fjórða sætinu er Ragnhildur Kristinsdóttir á einu höggi yfir pari.

Heildarstöðuna í kvennaflokki má sjá hér en lokahringurinn fer fram á Akranesi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×