Yrði þjóðarskömm fyrir Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 14:30 Varamannbekkur í leik FC Erzgebirge Aue og SV Sandhausen í þýsku b-deildinni en tvær efstu deildirnar í Þýskalandi fóru af stað um síðustu helgi. Getty/Robert Michael Englendingar eru að reyna að vinna í því að klára tímabilið í sínum tveimur efstu deildum en ferlið er mjög flókið og engar formlegar dagsetningar um endurkomu hafa verið gefnar út. Angus Kinnear, framkvæmdastjóri Leeds United, tók sig til og skrifaði pistil í blaðið Yorkshire Evening Post þar sem hann ræddi þann möguleika á að Englendingar gætu litið illa út takist þeim ekki að koma til baka. Kórónaveiran stöðvaði stærstu fótboltadeildir Evrópu og nær alla íþróttaviðburði heimsins. Nú þegar margar þjóðir eru komnar yfir erfiðasta hjallann eru fótboltadeildir þeirra að leita leiða til klára sín tímabil. "It would be a national embarrassment if the Bundesliga, La Liga or Serie A were to be able to complete safely and the first and fifth biggest leagues in the world were not able to follow suit"https://t.co/uzDu4PMO4z— Mirror Football (@MirrorFootball) May 22, 2020 Þjóðverjar voru fyrstir af stað en fótboltinn fór aftur að rúlla í Bundesligunni og b-deildinni í Þýskalandi um síðustu helgi. Spánn og Ítalíu eru líka á fullu að skipuleggja endurkomu fótboltans í sínum löndum þrátt fyrir að báðar þjóðir hafi orðið mjög illa úti í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. „England á bæði marga af bestu vísindamönnum íþróttaheimsins og öflugustu stjórnarmönnum fótboltans. Nú er kominn tími á það að við náum utan um vandamálið og förum að koma fram með lausnir,“ skrifaði Angus Kinnear. „Það yrði þjóðarskömm fyrir Englendinga ef Bundesligan í Þýskalandi, La Liga á Spáni eða Sería A á Ítalíu gætu komið til baka með öruggum hætti en á sama tíma myndi stærsta og fimmta stærsta deild heims ekki gert hið sama,“ skrifaði Kinnear. "Our intention has always been to do all we can to complete this season where we started it on the pitch."Leeds United chief executive Angus Kinnear's weekly programme notes - exclusive to the YEP. #lufc https://t.co/Jx6aUilAPs— Leeds United News (@LeedsUnitedYEP) May 22, 2020 Enska úrvalsdeildin er stærsta deild heims út frá áhorfendafjölda en enska b-deildin er þar í fimmta sæti og þar með fyrir ofan þá frönsku. Leeds United var á toppi ensku b-deildarinnar þegar keppni var stöðvuð út af COVID-19 og á góðri leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina. „Ef Leeds United ætlaði sér að vera tækifærissinni þá hefðum við stokkið á það að enda tímabilið strax og nota stig á leik til að raða upp töflunni. Okkar markmið hefur hins vegar alltaf verið það að klára tímabilið þar sem við byrjuðum það sem er inn á vellinum sjálfum,“ skrifaði Kinnear. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Englendingar eru að reyna að vinna í því að klára tímabilið í sínum tveimur efstu deildum en ferlið er mjög flókið og engar formlegar dagsetningar um endurkomu hafa verið gefnar út. Angus Kinnear, framkvæmdastjóri Leeds United, tók sig til og skrifaði pistil í blaðið Yorkshire Evening Post þar sem hann ræddi þann möguleika á að Englendingar gætu litið illa út takist þeim ekki að koma til baka. Kórónaveiran stöðvaði stærstu fótboltadeildir Evrópu og nær alla íþróttaviðburði heimsins. Nú þegar margar þjóðir eru komnar yfir erfiðasta hjallann eru fótboltadeildir þeirra að leita leiða til klára sín tímabil. "It would be a national embarrassment if the Bundesliga, La Liga or Serie A were to be able to complete safely and the first and fifth biggest leagues in the world were not able to follow suit"https://t.co/uzDu4PMO4z— Mirror Football (@MirrorFootball) May 22, 2020 Þjóðverjar voru fyrstir af stað en fótboltinn fór aftur að rúlla í Bundesligunni og b-deildinni í Þýskalandi um síðustu helgi. Spánn og Ítalíu eru líka á fullu að skipuleggja endurkomu fótboltans í sínum löndum þrátt fyrir að báðar þjóðir hafi orðið mjög illa úti í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. „England á bæði marga af bestu vísindamönnum íþróttaheimsins og öflugustu stjórnarmönnum fótboltans. Nú er kominn tími á það að við náum utan um vandamálið og förum að koma fram með lausnir,“ skrifaði Angus Kinnear. „Það yrði þjóðarskömm fyrir Englendinga ef Bundesligan í Þýskalandi, La Liga á Spáni eða Sería A á Ítalíu gætu komið til baka með öruggum hætti en á sama tíma myndi stærsta og fimmta stærsta deild heims ekki gert hið sama,“ skrifaði Kinnear. "Our intention has always been to do all we can to complete this season where we started it on the pitch."Leeds United chief executive Angus Kinnear's weekly programme notes - exclusive to the YEP. #lufc https://t.co/Jx6aUilAPs— Leeds United News (@LeedsUnitedYEP) May 22, 2020 Enska úrvalsdeildin er stærsta deild heims út frá áhorfendafjölda en enska b-deildin er þar í fimmta sæti og þar með fyrir ofan þá frönsku. Leeds United var á toppi ensku b-deildarinnar þegar keppni var stöðvuð út af COVID-19 og á góðri leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina. „Ef Leeds United ætlaði sér að vera tækifærissinni þá hefðum við stokkið á það að enda tímabilið strax og nota stig á leik til að raða upp töflunni. Okkar markmið hefur hins vegar alltaf verið það að klára tímabilið þar sem við byrjuðum það sem er inn á vellinum sjálfum,“ skrifaði Kinnear.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira