Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 08:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50