Leikmenn í sóttkví í sömu stöðu og meiddir leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. mars 2020 12:29 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00
Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36
Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30