24 dagar í Pepsi Max: Meirihluti þjálfara deildarinnar hafa spilað fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:00 Rúnar Kristinsson náði aldrei að verða Íslandsmeistari sem leikmaður KR en hefur aftur á móti gert KR-liðið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira