Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2020 10:13 Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands. Getty Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt. Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu. Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu. Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt. Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu. Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu. Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38