Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 22:54 Trump hefur verið duglegur við að ferðast til eigin eigna, sérstaklega á Flórída og í New Jersey. Með honum í för þurfa alltaf að vera lífverðir en oft fylgja honum ráðgjafar og aðrir embættismenn. Fyrirtæki hans sendir alríkisstjórninni, sem Trump stýrir, svo reikninginn fyrir gistingunni. Vísir/Getty Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00