Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2020 17:10 Þéttbýlt er í flóttamannabúðum Róhingja í Cox's Bazar. EPA/SUMAN PAUL Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika. Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika.
Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira