Boris brattur á gjörgæslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 20:51 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi um heilsu forsætisráðherrans og stöðu þjóðarbúsins á fundi dagsins. Getty/Pippa Fowles Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04
Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32
Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20