Svona gæti golftímabilið litið út eftir allar breytingarnar vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 17:00 Tiger Woods gæti mögulega þurft að verja Masters-titilinn sinn á Augusta National golfvellinum í nóvember. Getty/Andrew Redington Golftímabilið verður gjörbreytt eftir allar frestanirnar vegna kórónuveirunnar og nú berast fréttir af því að golfheimurinn sé mögulega búinn að raða tímabilinu upp á nýtt. Masters-mótinu var frestað á dögunum en það átti að vera fyrsta risamót ársins nú í aprílmánuði. PGA-meistaramótinu í maí hefur einnig verið frestað. Það er ekki búið að fresta opna breska meistaramótinu en þykir líklegt að því seinki einnig en það á að fara fram í júlí. Á undan á að fara fram opna bandaríska meistaramótið í júní og því hefur ekki verið frestað ennþá. New Tour schedule aims to play Masters in November, keep Ryder Cup in 2020 https://t.co/g7rwtnLBTp pic.twitter.com/T3sR1gI746— Golfweek (@golfweek) April 3, 2020 Staða mála í Bandaríkjunum og Evrópu eru samt þannig og útbreiðslan enn það hröð að allt bendir til þess að golftímabilið færist fram á haust og inn á veturinn. Samkvæmt fréttum Golfweek þá verður væntanlega boðið upp á mikla golfveislu í haust og vetur. Eftir risamótin fjögur bíður nefnilega sjálfur Ryder-bikarinn sem átti að fara fram í lok september. Nú lítur út fyrir að þrjú eða fjögur risamót og Ryder-bikarinn fari nú fram á fimmtán vikum seinni hluta sumars og í haust. Líkur er nú á því að Mastersmótið endi jafnvel í nóvembermánuði og að risamótatímabilið gæti byrjað á PGA-meistaramótinu í ágúst og svo færi opna breska mótið fram í september. Eftir það þyrfti síðan að finna stað fyrir opna bandaríska mótið í kringum Ryder-bikarinn. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golftímabilið verður gjörbreytt eftir allar frestanirnar vegna kórónuveirunnar og nú berast fréttir af því að golfheimurinn sé mögulega búinn að raða tímabilinu upp á nýtt. Masters-mótinu var frestað á dögunum en það átti að vera fyrsta risamót ársins nú í aprílmánuði. PGA-meistaramótinu í maí hefur einnig verið frestað. Það er ekki búið að fresta opna breska meistaramótinu en þykir líklegt að því seinki einnig en það á að fara fram í júlí. Á undan á að fara fram opna bandaríska meistaramótið í júní og því hefur ekki verið frestað ennþá. New Tour schedule aims to play Masters in November, keep Ryder Cup in 2020 https://t.co/g7rwtnLBTp pic.twitter.com/T3sR1gI746— Golfweek (@golfweek) April 3, 2020 Staða mála í Bandaríkjunum og Evrópu eru samt þannig og útbreiðslan enn það hröð að allt bendir til þess að golftímabilið færist fram á haust og inn á veturinn. Samkvæmt fréttum Golfweek þá verður væntanlega boðið upp á mikla golfveislu í haust og vetur. Eftir risamótin fjögur bíður nefnilega sjálfur Ryder-bikarinn sem átti að fara fram í lok september. Nú lítur út fyrir að þrjú eða fjögur risamót og Ryder-bikarinn fari nú fram á fimmtán vikum seinni hluta sumars og í haust. Líkur er nú á því að Mastersmótið endi jafnvel í nóvembermánuði og að risamótatímabilið gæti byrjað á PGA-meistaramótinu í ágúst og svo færi opna breska mótið fram í september. Eftir það þyrfti síðan að finna stað fyrir opna bandaríska mótið í kringum Ryder-bikarinn.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira