Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:01 Thunberg (t.h.) var gestur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fundi hennar í dag. Engu að síður sparaði Thunberg ekki gagnrýni á gestgjafa sína og áform þeirra um loftslagsaðgerðir. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira