Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 16:52 Höfuðstöðvar Árvarkurs við Rauðavatn þar sem Morgunblaðið, Mbl og K100 er til húsa. Vísir/EgillA Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. Fréttablaðið segir að í tölvupóstinum komi fram að „vegna erfiðrar rekstrarstöðu og niðurskurðar s.l. mánuði þá verði ekki gefnar jólagjafir í ár. Hafði það sem allra best.“ Starfsfólk Árvakurs hefur undanfarin tvö ár fengið 30 þúsund króna gjafabréf í 66°N. Árin þar á undan voru gjafabréf í Bónus eða Krónuna upp á 15-20 þúsund krónur reglulega jólagjöf. Fimmtán starfsmönnum var sagt upp hjá Árvakri í lok nóvember. Þeirra á meðal voru almennir blaðamenn og íþróttafréttamenn á Mbl.is sem lýst höfðu yfir vonbrigðum með ákvörðun Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, að láta aðra blaðamenn halda Mbl.is lifandi á meðan verkfallsaðgerðum blaðamanna stóð. Var meðal annars íþróttadeildin skorin verulega niður. Þremur fastráðnum íþróttafréttamönnum með mikla reynslu var sagt upp. 415 milljóna króna tap í fyrra Rekstur Árvakurs hefur gengið erfiðlega undanfarin ár en um 300 manns starfa hjá fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess. Árið 2018 reyndist Árvakri hf. sérstaklega erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í september að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kom þó fram í hverju aðgerðirnar fælust. Vísir sendi Haraldi fyrirspurn um aðgerðirnar á sínum tíma en aldrei barst svar. Haraldur sagði í viðtali við Morgunblaðið að rekstrarumhverfi fjölmiðla væri afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið væri sífellt erfiðari og þá hefði neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefði verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna síðastliðinn vetur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um jólagjafir Árvakurs undanfarin tvö ár. Fjölmiðlar Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. Fréttablaðið segir að í tölvupóstinum komi fram að „vegna erfiðrar rekstrarstöðu og niðurskurðar s.l. mánuði þá verði ekki gefnar jólagjafir í ár. Hafði það sem allra best.“ Starfsfólk Árvakurs hefur undanfarin tvö ár fengið 30 þúsund króna gjafabréf í 66°N. Árin þar á undan voru gjafabréf í Bónus eða Krónuna upp á 15-20 þúsund krónur reglulega jólagjöf. Fimmtán starfsmönnum var sagt upp hjá Árvakri í lok nóvember. Þeirra á meðal voru almennir blaðamenn og íþróttafréttamenn á Mbl.is sem lýst höfðu yfir vonbrigðum með ákvörðun Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, að láta aðra blaðamenn halda Mbl.is lifandi á meðan verkfallsaðgerðum blaðamanna stóð. Var meðal annars íþróttadeildin skorin verulega niður. Þremur fastráðnum íþróttafréttamönnum með mikla reynslu var sagt upp. 415 milljóna króna tap í fyrra Rekstur Árvakurs hefur gengið erfiðlega undanfarin ár en um 300 manns starfa hjá fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess. Árið 2018 reyndist Árvakri hf. sérstaklega erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í september að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kom þó fram í hverju aðgerðirnar fælust. Vísir sendi Haraldi fyrirspurn um aðgerðirnar á sínum tíma en aldrei barst svar. Haraldur sagði í viðtali við Morgunblaðið að rekstrarumhverfi fjölmiðla væri afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið væri sífellt erfiðari og þá hefði neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefði verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna síðastliðinn vetur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um jólagjafir Árvakurs undanfarin tvö ár.
Fjölmiðlar Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02