Vita ekkert hvaðan dularfull olíumengun sem plagar strendur Brasilíu kemur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2019 23:30 Olíumengunin hefur fundist víða. Vísir/ EPA-EFE Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér. Brasilía Umhverfismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér.
Brasilía Umhverfismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira