Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 10:37 Uppsöfnun geislavirks úrgangs er mikið vandamál í Fukushima. AP/Pablo M. Diez Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Um lykilskref í hreinsun svæðisins er að ræða. Kjarnaofnar orkuversins bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Yfirvöld landsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Tokyo Electric Power Co. hafa sammælst um 30 til 40 ára áætlun um hreinsun svæðisins. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa tíundað helstu vandamálin í þessu áratugalanga ferli.Eitt af stærstu vandamálunum snýr að rúmlega 4.700 eldsneytisstöngum sem eru enn í fimm kjarnaofnum í orkuverinu og þar af þremur sem bræddu úr sér. Stangirnar liggja í kælilaugum en ef vatnið læki frá þeim, fyrir einhverjar sakir, myndu stangirnar bráðna og gefa frá sér umfangsmikla geislun.Fjarlægingu þeirra hefur nú verið frestað í allt að tíu ár þar sem þörf er á miklum undirbúningi áður en hægt er að fjarlægja þær. Miðað við núverandi áætlanir eiga allar stangirnar að hafa verið fjarlægðar fyrir árið 2031. Reiknað er með því að rúmlega tíu þúsund starfsmenn þurfi til verksins á ári hverju og stendur til að ráða einhverja þeirra að utan. Óttast er að öldrun Japana muni setja strik í reikning með árunum.Sjá einnig: Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðirTEPCO geymir um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni í tönkum á svæðinu og er ekki hægt að losa það út í náttúruna. Um 170 tonn bætast í tankana á degi hverjum en vatnið er notað til að kæla eldsneytisstangirnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast geta geymt 1,37 milljónir tonna og til ársins 2022. Áætlað er að finna leiðir til að losa vatnið aftur út í náttúruna með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Annars geti mögulega komið upp mikið vandamál seinna meir, verði annar jarðskjálfti eða annars konar hamfarir. Þrátt fyrir að búið sé að hreinsa vatnið verulega og til standi að hreinsa það betur, verður tritíum enn í því en sérfræðingar segja það ekki skaðsamt mönnum, í smáum skömmtum. Fjarlæging um 880 tonna af eldsneytisstöngum sem bráðnuðu þykir erfiðasta verkefnið sem aðilar sem að hreinsuninni koma standa frammi fyrir. Sú hreinsun er byrjuð en gengur verulega hægt vegna gífurlegrar geislunar frá efninu. Áætlað er að árið 2030 geti geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverinu verið um 770 þúsund tonn. Ekki er búið að gera áætlun um hvernig hægt er að ganga frá öllum þeim úrgangi og mun nýrra tækna vera þörf. Þar að auki á eftir að finna stað til að geyma úrganginn og fá samþykki almennings. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52 Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Um lykilskref í hreinsun svæðisins er að ræða. Kjarnaofnar orkuversins bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Yfirvöld landsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Tokyo Electric Power Co. hafa sammælst um 30 til 40 ára áætlun um hreinsun svæðisins. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa tíundað helstu vandamálin í þessu áratugalanga ferli.Eitt af stærstu vandamálunum snýr að rúmlega 4.700 eldsneytisstöngum sem eru enn í fimm kjarnaofnum í orkuverinu og þar af þremur sem bræddu úr sér. Stangirnar liggja í kælilaugum en ef vatnið læki frá þeim, fyrir einhverjar sakir, myndu stangirnar bráðna og gefa frá sér umfangsmikla geislun.Fjarlægingu þeirra hefur nú verið frestað í allt að tíu ár þar sem þörf er á miklum undirbúningi áður en hægt er að fjarlægja þær. Miðað við núverandi áætlanir eiga allar stangirnar að hafa verið fjarlægðar fyrir árið 2031. Reiknað er með því að rúmlega tíu þúsund starfsmenn þurfi til verksins á ári hverju og stendur til að ráða einhverja þeirra að utan. Óttast er að öldrun Japana muni setja strik í reikning með árunum.Sjá einnig: Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðirTEPCO geymir um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni í tönkum á svæðinu og er ekki hægt að losa það út í náttúruna. Um 170 tonn bætast í tankana á degi hverjum en vatnið er notað til að kæla eldsneytisstangirnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast geta geymt 1,37 milljónir tonna og til ársins 2022. Áætlað er að finna leiðir til að losa vatnið aftur út í náttúruna með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Annars geti mögulega komið upp mikið vandamál seinna meir, verði annar jarðskjálfti eða annars konar hamfarir. Þrátt fyrir að búið sé að hreinsa vatnið verulega og til standi að hreinsa það betur, verður tritíum enn í því en sérfræðingar segja það ekki skaðsamt mönnum, í smáum skömmtum. Fjarlæging um 880 tonna af eldsneytisstöngum sem bráðnuðu þykir erfiðasta verkefnið sem aðilar sem að hreinsuninni koma standa frammi fyrir. Sú hreinsun er byrjuð en gengur verulega hægt vegna gífurlegrar geislunar frá efninu. Áætlað er að árið 2030 geti geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverinu verið um 770 þúsund tonn. Ekki er búið að gera áætlun um hvernig hægt er að ganga frá öllum þeim úrgangi og mun nýrra tækna vera þörf. Þar að auki á eftir að finna stað til að geyma úrganginn og fá samþykki almennings.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52 Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46
Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46
Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52
Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15