Auglýsing Trump vekur lukku, reiði og háð Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 15:31 Donald Trump í sporum Thanos. Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira