Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 15:45 Lárus Helgi Ólafsson. Mynd/S2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira