Konur „óumdeilanlega betri“ en karlar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 08:43 Barack Obama fór um víðan völl á fundi sínum í Singapúr. skjáskot Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama. Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama.
Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira