Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 13:19 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira