Sundstelpurnar settu nýtt landsmet í boðsundi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:45 Íslensku sveitina skipuðu frá vinstri: Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. Mynd/SSÍ Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla. Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla.
Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti