Steinunn Ólína sækir um stöðu útvarpsstjóra Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 09:06 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vill verða næsti útvarpsstjóri. Facebook/Vilhelm Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. Steinunn greindi frá þessu í grein sem ber titilinn „Við höfum öllu að tapa“, og hún birti á Facebook í gærkvöldi. Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins. Í lok færslunnar segist Steinunn að hún gengist fús við því að ætla sér að sækja um stöðu útvarpsstjóra „vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað.“ Segist hún ekki eiga neina vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hafi bókstaflega engu að tapa. Nýr útvarpsstjóri mun brátt taka við stöðunni eftir að Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður næsti þjóðleikhússtjóri. Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann úr 2. desember, en var svo framlengdur um viku. Áður hefur mikið verið rætt um ákvörðun stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um embættið.Sjá einnig:Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Steinunn ræðir í færslunni nokkuð um stöðu RÚV í samfélaginu og nefnir að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið eigi að vera fjölmiðill allra landsmanna sé það ekki svo í allra augum. „Fólk ætti samt að staldra við þegar ráðamenn og háværar raddir slá því fram að tilvist Ríkisútvarpsins sé úrelt, að útvarpsgjaldið ætti ekki að innheimta og að stofnunin ætti ekki að njóta tekna af auglýsingum,“ segir Steinunn. Einnig ræðir hún fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í því samhengi. Hún segir frumvarpið vera tilraun til að skapa sanngjarnara umhverfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem halda úti ólíkum sjónarmiðum og séu lýðræðinu lífsnauðsyn. „Að fjármálaráðherra [Bjarni Benediktsson] samþykki frumvarp Lilju menntamálaráðherra með fyrirvara um endurskoðun á auglýsingastöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjölmiðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknanlegir – sjálfstæðir fjölmiðlar eða Ríkisútvarpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlutlægni þar sem okkar hagsmunir eru í fyrirrúmi. Hinsvegar bendir þetta til þess að hann sé veraldlega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikilvægi menningarverðmæta sem ekki er hægt að kaupa og selja. Bjarni Benediktsson vill ekki bara stjórna ríkisbókhaldinu, heldur upplýsingunni allri. Þessu eigum við að hafna, burt séð frá því hvort okkur finnst Bjarni gúddí gaur eða ekki. Réttara væri að klæða hann í aðsniðinn samfesting sem heftir afskipti hans af Íslandssögunni eins og hún er og verður vonandi varðveitt áfram í fjölþættri dagskrárgerð Ríkisútvarpsins,“ segir Steinunn Ólína í færslunni. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. Steinunn greindi frá þessu í grein sem ber titilinn „Við höfum öllu að tapa“, og hún birti á Facebook í gærkvöldi. Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins. Í lok færslunnar segist Steinunn að hún gengist fús við því að ætla sér að sækja um stöðu útvarpsstjóra „vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað.“ Segist hún ekki eiga neina vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hafi bókstaflega engu að tapa. Nýr útvarpsstjóri mun brátt taka við stöðunni eftir að Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður næsti þjóðleikhússtjóri. Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann úr 2. desember, en var svo framlengdur um viku. Áður hefur mikið verið rætt um ákvörðun stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um embættið.Sjá einnig:Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Steinunn ræðir í færslunni nokkuð um stöðu RÚV í samfélaginu og nefnir að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið eigi að vera fjölmiðill allra landsmanna sé það ekki svo í allra augum. „Fólk ætti samt að staldra við þegar ráðamenn og háværar raddir slá því fram að tilvist Ríkisútvarpsins sé úrelt, að útvarpsgjaldið ætti ekki að innheimta og að stofnunin ætti ekki að njóta tekna af auglýsingum,“ segir Steinunn. Einnig ræðir hún fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í því samhengi. Hún segir frumvarpið vera tilraun til að skapa sanngjarnara umhverfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem halda úti ólíkum sjónarmiðum og séu lýðræðinu lífsnauðsyn. „Að fjármálaráðherra [Bjarni Benediktsson] samþykki frumvarp Lilju menntamálaráðherra með fyrirvara um endurskoðun á auglýsingastöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjölmiðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknanlegir – sjálfstæðir fjölmiðlar eða Ríkisútvarpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlutlægni þar sem okkar hagsmunir eru í fyrirrúmi. Hinsvegar bendir þetta til þess að hann sé veraldlega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikilvægi menningarverðmæta sem ekki er hægt að kaupa og selja. Bjarni Benediktsson vill ekki bara stjórna ríkisbókhaldinu, heldur upplýsingunni allri. Þessu eigum við að hafna, burt séð frá því hvort okkur finnst Bjarni gúddí gaur eða ekki. Réttara væri að klæða hann í aðsniðinn samfesting sem heftir afskipti hans af Íslandssögunni eins og hún er og verður vonandi varðveitt áfram í fjölþættri dagskrárgerð Ríkisútvarpsins,“ segir Steinunn Ólína í færslunni.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30