Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 8. desember 2019 18:21 Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30
Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57