Deila áfram um lífskjarasamninginn Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 22:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er hóflega bjartsýnn á næstu skref í kjaraviðræðunum. Vísir/vilhelm „Við sátum lungann úr deginum frá klukkan hálf tvö til að verða sjö. Niðurstaðan var sú að Ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi. Fundurinn var árangurslaus,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Vísi um stöðuna í kjaraviðræðum SA og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tilboð á fundinum í dag og að Blaðamannafélagið hafi lagt fram gagntilboð í kjölfarið. SA féllst ekki á það tilboð. „Það var óaðgengilegt og getur ekki orðið grunnur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Þar við sat í kvöld og verkföll munu skella á morgun milli klukkan tíu og sex.“Tilgangslaust að sitja lengur Fram kom í máli Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, eftir fundinn í kvöld að samninganefnd Blaðamannafélagsins hafi viljað sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess að hálfu SA. Halldór telur að það hefði ekki orðið vænlegt til árangurs.Sjá einnig: „Það er afskaplega langt í land“„Það er einfaldlega allt of langt á milli aðila til þess að það skili einhverjum árangri, og þar við situr. Það hefði ekki skilað neinum árangri að sitja lengur, það hefði verið algjörlega tilgangslaust.“ Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi boðið öllum viðsemjendum sínum samningstilboð sem byggist á lífskjarasamningnum og með þeim hætti samið við 97% af viðsemjendum sínum. „Það höfum við nú þegar gert fyrir Blaðamannafélagið, en við höfum ekki komist lengra með þetta að sinni.“ Forysta Blaðamannafélagsins hefur þó fullyrt að félagið sé ekki að fara út fyrir umræddan lífskjarasamning í sinni kröfugerð. Þessu er Halldór hróplega ósammála. „Ef svo væri þá væru Samtök atvinnulífsins búin að undirrita kjarasamning við Blaðamannafélagið. Það sjá allir að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.“Svo ykkur greinir á um það að tilboðið rúmist innan samningsins?„Það rúmast ekki innan samningsins. Um það þarf ekkert að deila.“Hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu viku og verður málið þingfest í Félagsdómi á þriðjudag. Halldór segist vera ósammála þessari túlkun Blaðamannafélagsins en að hann virði á sama tíma rétt þeirra til að skjóta málinu til félagsdóms. „Við sjáum bara hvernig félagsdómur úrskurðar í þessu máli. Reglurnar eru alveg skýrar, við höfum brýnt þær fyrir okkar umbjóðendum og svo lengi sem farið er eftir þeim þá óttast ég ekki niðurstöðu félagsdóms.“Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störfBoðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag í næstu viku. Halldór segist vona að ekki komi til fleiri verkfalla. „Verkföll valda alltaf tjóni, ekki bara fyrirtækjunum heldur líka starfsmönnunum sem taka þátt í þeim. Að því leitinu til mynda þau allratap og ég vona að til fleiri verkfalla komi ekki.“Ertu bjartsýnn á næstu skref?„Ég er hóflega bjartsýnn en raunsær á sama tíma.“Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Við sátum lungann úr deginum frá klukkan hálf tvö til að verða sjö. Niðurstaðan var sú að Ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi. Fundurinn var árangurslaus,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Vísi um stöðuna í kjaraviðræðum SA og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tilboð á fundinum í dag og að Blaðamannafélagið hafi lagt fram gagntilboð í kjölfarið. SA féllst ekki á það tilboð. „Það var óaðgengilegt og getur ekki orðið grunnur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Þar við sat í kvöld og verkföll munu skella á morgun milli klukkan tíu og sex.“Tilgangslaust að sitja lengur Fram kom í máli Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, eftir fundinn í kvöld að samninganefnd Blaðamannafélagsins hafi viljað sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess að hálfu SA. Halldór telur að það hefði ekki orðið vænlegt til árangurs.Sjá einnig: „Það er afskaplega langt í land“„Það er einfaldlega allt of langt á milli aðila til þess að það skili einhverjum árangri, og þar við situr. Það hefði ekki skilað neinum árangri að sitja lengur, það hefði verið algjörlega tilgangslaust.“ Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi boðið öllum viðsemjendum sínum samningstilboð sem byggist á lífskjarasamningnum og með þeim hætti samið við 97% af viðsemjendum sínum. „Það höfum við nú þegar gert fyrir Blaðamannafélagið, en við höfum ekki komist lengra með þetta að sinni.“ Forysta Blaðamannafélagsins hefur þó fullyrt að félagið sé ekki að fara út fyrir umræddan lífskjarasamning í sinni kröfugerð. Þessu er Halldór hróplega ósammála. „Ef svo væri þá væru Samtök atvinnulífsins búin að undirrita kjarasamning við Blaðamannafélagið. Það sjá allir að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.“Svo ykkur greinir á um það að tilboðið rúmist innan samningsins?„Það rúmast ekki innan samningsins. Um það þarf ekkert að deila.“Hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu viku og verður málið þingfest í Félagsdómi á þriðjudag. Halldór segist vera ósammála þessari túlkun Blaðamannafélagsins en að hann virði á sama tíma rétt þeirra til að skjóta málinu til félagsdóms. „Við sjáum bara hvernig félagsdómur úrskurðar í þessu máli. Reglurnar eru alveg skýrar, við höfum brýnt þær fyrir okkar umbjóðendum og svo lengi sem farið er eftir þeim þá óttast ég ekki niðurstöðu félagsdóms.“Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störfBoðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag í næstu viku. Halldór segist vona að ekki komi til fleiri verkfalla. „Verkföll valda alltaf tjóni, ekki bara fyrirtækjunum heldur líka starfsmönnunum sem taka þátt í þeim. Að því leitinu til mynda þau allratap og ég vona að til fleiri verkfalla komi ekki.“Ertu bjartsýnn á næstu skref?„Ég er hóflega bjartsýnn en raunsær á sama tíma.“Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41