Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 13:37 Roger Stone fyrir utan dómshúsið. getty/Chip Somodevilla Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33