Juul hunsaði vísbendingar um að unglingar ánetjuðust rafrettum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 16:39 Fast hefur verið sótt að Juul undanfarin misseri, ekki síst eftir að dularfullur lungasjúkdómur kom upp í rafreykingafólki. Vísir/EPA Rafrettuframleiðandinn Juul virti að vettugi vísbendingar um að unglingar ánetjuðust vörum hans fljótlega eftir að þær væru settar á markað árið 2015 en gerði ekkert til að bregðast við því. Spurningamerki hafa verið sett við öryggi rafretta eftir að fjöldi tilfella dularfulls lungasjúkdóms kom upp í rafreykingafólki. Bragðbættar rafrettur Juul, studdar með markaðssetningu sem höfðaði til ungmenna, nutu strax mikilli vinsælda hjá ungu fólki og einstaklingum sem höfðu ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi frá upphafi verið meðvitað um áhyggjur af styrk vörunnar og hversu ávanabindandi hún sé í ítarlegri rannnsókn sem hún birti í dag. Þannig segir fyrrverandi verkfræðingur fyrirtækisins sem vann að umsókn um einkaleyfi að hugmyndir hafi verið uppi um að gera notendum rafrettnanna viðvart þegar þeir væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns eða jafnvel láta tækið slökkva á sér í tiltekinn tíma eftir að slíkum mörkum væri náð. Engu að síður höfðu fyrstu tilraunir með Juul-tækið valdi sumum þeirra sem prófuðu það skjálfta og jafnvel uppköstum þegar þeir fengu of stóran skammt af nikótíni. „Maður vonar að fólk fái það sem það vill og stoppi svo. Við vildum ekki koma fram með nýja vöru sem væri enn meira ávanabindnandi,“ segir Chenyue Xing, verkfræðingurinn sem starfar ekki lengur hjá Juul. Engar sjálfvirkar viðvaranir eða hemlar á notkun voru þó í rafrettunum þegar þær voru settar á markað.Töldu sig ekki bera ábyrgð á nikótínfíkn ungmenna Fyrrverandi stjórnandi hjá Juul segir að fyrirtækið hafi fljótt orðið þess áskynja að rafrettur þess, nánast um leið og þær fóru á markað fyrir fjórum árum. Unglingar hafi hringt inn til að spyrja hvar væri hægt að kaupa tækið og nikótínhylkin með fljótandi níkótíni sem það breytir í gufu sem notendur anda að sér. Einhverjir innan fyrirtækisins hafi talað fyrir því að brugðist yrði við til að draga úr sölu á meðal ungs fólks. Juul hafði meðal annars fengið leyfi Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna til að selja rafretturnar á þeim forsendum að þær gætu hjálpað reykingafólki að hætta að reykja hefðbundna vindlinga. Aðrir stjórnendur höfnuðu því á þeim forsendum að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á nikótínfíkn ungmenna því það auglýsti hvorki né seldi tæki sín beint til unglinga. „Augljóslega hafði fólk innanhúss áhyggjur af því. En margir höfðu ekkert við 500% vöxt á milli ára að athuga,“ segir fyrrverandi stjórnandinn og vísar til gríðarlegs uppgangs Juul. Fyrir vikið réðst Juul ekki í aðgerðir til að koma í veg fyrir að unglingar reyktu rafrettur fyrr en eftirlitsstofnanir og bandarískir þingmenn þrýstu á fyrirtækið í apríl í fyrra. Á þeim tíma bendir opinber tölfræði til þess að meira en þrjár milljónir bandarískra framhaldsskólanema, einn af hverjum fimm, hefði reykt rafrettu síðasta mánuðinn. Notkunin hefur aukist síðan.Fyrirtæki eins og Juul hafa gefið í skyn að rafrettur geti hjálpað reykingafólki að hætta að reykja hefðbundna vindlinga sem séu skaðlegri. Lítil reynsla er þó komin á langtímaheilsufarsáhrif rafreykinga.Vísir/GettyVoru varaðir við áhrifum á unglinga Í skriflegum svörum Juul til Reuters halda forsvarsmenn fyrirtækisins því fram að þeir minnist ekki innanhússumræðu um að reyna að takmarka neyslu ungmenna á vörum þess. Það segist aldrei hafa ætlað sér að laða að unga notendur og að það yrði að vinna sér traust almennings í ljósi þess hve rafreykingar ungmenna væru orðnar „óásættanlega miklar“. Það útskýrði ekki hvers vegna það hafði enga hemla á nikótínneyslu innbyggða í rafrettur sínar eins og hugmyndir voru um í upphafi. Skjöl sem Reuters hefur undir höndum sýna að á sama tíma og Juul talaði lítið um nikótín í markaðsefni sínu til viðskiptavina sem oft skartaði ungu og glæsilegu fólki hafi fyrirtækið lagt þeim mun meiri áherslu á hversu öflugan varan væri í að dreifa nikótíni út í blóð notenda við smásölufyrirtæki sem seldu síðan rafretturnar. Reuters segir að Juul hafi ekki svarað því hvers vegna fyrirtækið hefði lagt svo mikla áherslu á hversu ávanabindandi varan væri við smásöluaðila en gert lítið úr því í auglýsingum til almennings. Tveir vísindamenn sem rannsaka áhrif reykinga fullyrða við Reuters að þeir hafi varað Juul við því að ungmenni gætu misnotað rafretturnar um ári eftir að þær fóru á markað. Juul ákvað nýlega að hætta að selja bragðbættar rafrettur í Bandaríkjunum og á netinu, meðal annars eftir að fleiri en þúsund tilfelli óþekkts lungasjúkdóms kom upp í rafreykingafólki. Sjúkdómurinn hefur í nokkrum tilfellum dregið fólk til dauða. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Yngsta fórnarlamb rafreykinga sautján ára gamall drengur Rúmlega tuttugu manns hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum dularfulls lungasjúkdóms sem virðist tengjast rafreykingum. 9. október 2019 14:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafrettuframleiðandinn Juul virti að vettugi vísbendingar um að unglingar ánetjuðust vörum hans fljótlega eftir að þær væru settar á markað árið 2015 en gerði ekkert til að bregðast við því. Spurningamerki hafa verið sett við öryggi rafretta eftir að fjöldi tilfella dularfulls lungasjúkdóms kom upp í rafreykingafólki. Bragðbættar rafrettur Juul, studdar með markaðssetningu sem höfðaði til ungmenna, nutu strax mikilli vinsælda hjá ungu fólki og einstaklingum sem höfðu ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi frá upphafi verið meðvitað um áhyggjur af styrk vörunnar og hversu ávanabindandi hún sé í ítarlegri rannnsókn sem hún birti í dag. Þannig segir fyrrverandi verkfræðingur fyrirtækisins sem vann að umsókn um einkaleyfi að hugmyndir hafi verið uppi um að gera notendum rafrettnanna viðvart þegar þeir væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns eða jafnvel láta tækið slökkva á sér í tiltekinn tíma eftir að slíkum mörkum væri náð. Engu að síður höfðu fyrstu tilraunir með Juul-tækið valdi sumum þeirra sem prófuðu það skjálfta og jafnvel uppköstum þegar þeir fengu of stóran skammt af nikótíni. „Maður vonar að fólk fái það sem það vill og stoppi svo. Við vildum ekki koma fram með nýja vöru sem væri enn meira ávanabindnandi,“ segir Chenyue Xing, verkfræðingurinn sem starfar ekki lengur hjá Juul. Engar sjálfvirkar viðvaranir eða hemlar á notkun voru þó í rafrettunum þegar þær voru settar á markað.Töldu sig ekki bera ábyrgð á nikótínfíkn ungmenna Fyrrverandi stjórnandi hjá Juul segir að fyrirtækið hafi fljótt orðið þess áskynja að rafrettur þess, nánast um leið og þær fóru á markað fyrir fjórum árum. Unglingar hafi hringt inn til að spyrja hvar væri hægt að kaupa tækið og nikótínhylkin með fljótandi níkótíni sem það breytir í gufu sem notendur anda að sér. Einhverjir innan fyrirtækisins hafi talað fyrir því að brugðist yrði við til að draga úr sölu á meðal ungs fólks. Juul hafði meðal annars fengið leyfi Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna til að selja rafretturnar á þeim forsendum að þær gætu hjálpað reykingafólki að hætta að reykja hefðbundna vindlinga. Aðrir stjórnendur höfnuðu því á þeim forsendum að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á nikótínfíkn ungmenna því það auglýsti hvorki né seldi tæki sín beint til unglinga. „Augljóslega hafði fólk innanhúss áhyggjur af því. En margir höfðu ekkert við 500% vöxt á milli ára að athuga,“ segir fyrrverandi stjórnandinn og vísar til gríðarlegs uppgangs Juul. Fyrir vikið réðst Juul ekki í aðgerðir til að koma í veg fyrir að unglingar reyktu rafrettur fyrr en eftirlitsstofnanir og bandarískir þingmenn þrýstu á fyrirtækið í apríl í fyrra. Á þeim tíma bendir opinber tölfræði til þess að meira en þrjár milljónir bandarískra framhaldsskólanema, einn af hverjum fimm, hefði reykt rafrettu síðasta mánuðinn. Notkunin hefur aukist síðan.Fyrirtæki eins og Juul hafa gefið í skyn að rafrettur geti hjálpað reykingafólki að hætta að reykja hefðbundna vindlinga sem séu skaðlegri. Lítil reynsla er þó komin á langtímaheilsufarsáhrif rafreykinga.Vísir/GettyVoru varaðir við áhrifum á unglinga Í skriflegum svörum Juul til Reuters halda forsvarsmenn fyrirtækisins því fram að þeir minnist ekki innanhússumræðu um að reyna að takmarka neyslu ungmenna á vörum þess. Það segist aldrei hafa ætlað sér að laða að unga notendur og að það yrði að vinna sér traust almennings í ljósi þess hve rafreykingar ungmenna væru orðnar „óásættanlega miklar“. Það útskýrði ekki hvers vegna það hafði enga hemla á nikótínneyslu innbyggða í rafrettur sínar eins og hugmyndir voru um í upphafi. Skjöl sem Reuters hefur undir höndum sýna að á sama tíma og Juul talaði lítið um nikótín í markaðsefni sínu til viðskiptavina sem oft skartaði ungu og glæsilegu fólki hafi fyrirtækið lagt þeim mun meiri áherslu á hversu öflugan varan væri í að dreifa nikótíni út í blóð notenda við smásölufyrirtæki sem seldu síðan rafretturnar. Reuters segir að Juul hafi ekki svarað því hvers vegna fyrirtækið hefði lagt svo mikla áherslu á hversu ávanabindandi varan væri við smásöluaðila en gert lítið úr því í auglýsingum til almennings. Tveir vísindamenn sem rannsaka áhrif reykinga fullyrða við Reuters að þeir hafi varað Juul við því að ungmenni gætu misnotað rafretturnar um ári eftir að þær fóru á markað. Juul ákvað nýlega að hætta að selja bragðbættar rafrettur í Bandaríkjunum og á netinu, meðal annars eftir að fleiri en þúsund tilfelli óþekkts lungasjúkdóms kom upp í rafreykingafólki. Sjúkdómurinn hefur í nokkrum tilfellum dregið fólk til dauða.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Yngsta fórnarlamb rafreykinga sautján ára gamall drengur Rúmlega tuttugu manns hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum dularfulls lungasjúkdóms sem virðist tengjast rafreykingum. 9. október 2019 14:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26
San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00
Yngsta fórnarlamb rafreykinga sautján ára gamall drengur Rúmlega tuttugu manns hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum dularfulls lungasjúkdóms sem virðist tengjast rafreykingum. 9. október 2019 14:00