Fundu móður konu sem skilin var eftir sem barn í ruslagámi fyrir 29 árum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2019 11:28 Ingrid og Jens Christian Nørve frá þættinum Åsted Norge. TV2 Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2. Noregur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2.
Noregur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira