Hulkenberg enn án sætis árið 2020 Bragi Þórðarson skrifar 7. nóvember 2019 07:00 Hulkenberg keppir ekki með Renault á næsta ári. Getty Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira