Þeir bestu ekki alveg með reglurnar á tæru Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Wesley So, sem er hér til hægri, varð heimsmeistari. Mynd/Maria Emelianova Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira