Uppbygging bandarískra herstöðva Davíð Stefánsson skrifar 30. október 2019 07:30 Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira