Botnfrosinn leikmannamarkaður Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 31. október 2019 14:00 Níundu félagaskiptin runnu í gegnum KSÍ í gær þegar Halldór Orri Björnsson sneri aftur í sína heimahaga í Garðabæ og samdi við Stjörnuna. Fimm félög hafa ekki sótt sér nýjan leikmann eftir að tímabilinu lauk. Fréttablaðið/Ernir Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira