Lakers í mínus í nótt með LeBron James inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 15:00 LeBron James. Getty/Harry How Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019 NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira