Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. október 2019 10:15 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun