NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:00 Frá kynningu búninganna í gærkvöldi. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga. Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga.
Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira