Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2019 10:30 Voldymir Zelensky og Donald Trump. AP/Evan Vucci Ruslan Riaboshapka, ríkissaksóknari Úkraínu, tilkynnti nú í morgun að sú ákvörðun að hætta rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma Holdings verður endurskoðuð. Þá eiga önnur mál sem tengjast Hunter Biden, syni Joe Biden, einnig að vera endurskoðuð. Hunter sat í stjórn fyrirtækisins um tíma. Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erindrekar Bandaríkjanna töldu einnig að stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu tengdist málinu og gengu svo langt að skrifa drög að yfirlýsingu fyrir Zelensky varðandi opnun rannsókna gegn Biden. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot vegna málsins og saka hann um að nota embætti sitt og stjórnkerfi Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020 og auk Úkraínu hefur Trump einnig kallað eftir því að yfirvöld Kína rannsaki fjölskyldu Biden.Sjá einnig: Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningabaráttu. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt.Kurt Volker, sem var sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu.AP/Jose Luis MaganaSkilaboð sýna aðkomu Giuliani Þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað textaskilaboð sem starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Úkraínu sendu sín á milli. Skilaboðin fengust hjá Kurt Volker, sem sagði af sér sem sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu í síðustu viku. Hann var kallaður fyrir þingnefnd í gær og svaraði spurningum þingmanna í minnst átta tíma.Skilaboðin sýna að erindrekar Bandaríkjanna þrýstu á Zelensky að opna rannsókn gegn Biden og leita svara við samsæriskenningu varðandi uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Samsæriskenning þessi snýr að því að Demókratar hafi í raun starfað með úkraínskum stjórnmálamönnum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016 og koma sökinni á Rússa. Skilaboðin sýna einnig umfangsmikla aðkomu Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump sem starfar ekki hjá ríkinu, að viðræðunum. New York Times segir Giuliani í raun hafa leitt þennan hóp embættismanna í viðleitni þeirra til að fá Úkraínumenn til að rannsaka Biden-feðgana.Enginn rannsókn, enginn fundur Skömmu fyrir umdeilt símtal á milli Trump og Zelensky þann 25. júlí sendi Volker skilaboð sem í stóð: „Heyrði í Hvíta húsinu. Ef við gerum ráð fyrir því að Z sannfæri Trump um að hann muni rannsaka/komast til botns í því hvað gerðist 2016, munum við geirnegla dagsetningu fyrir fund.“ Andrey Yermak, ráðgjafi Zelenski, svaraði og sagði símtalið hafa „farið vel“. Hann lagði til nokkrar dagsetningar fyrir fund úkraínska forsetans með Trump. Tveimur vikum seinna sendi Yermak Volker önnur skilaboð og sagði að þegar dagsetning fyrir fund forsetanna væri klár myndu Úkraínumenn halda blaðamannafund og tilkynna fundinn. Þar að auki myndu þeir „útlína endurræsingu sambands Bandaríkjanna og Úkraínu“ og rannsóknir í tengslum við Burisma og kosningaafskiptin. „Hljómar æðislega,“ svaraði Volker.„Brjálæði“ að frysta hernaðaraðstoð Þá ræddi Volker málið við tvo aðra erindreka. Þá William Taylor, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, og Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Þar á meðal ræddu þeir yfirlýsingu sem Zelensky gæti lesið til að lýsa yfir stuðningi við rannsóknirnar. Þegar í ljós kom að Trump hafði fryst umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu, spurði Taylor hvort forsetinn væri að gera það til að þrýsta á Zelensky. „Erum við núna að segja að hernaðaraðstoðin og fundur sé skilyrtur á rannsóknum?“ Sondland svaraði og bað Taylor um að hringja í sig. Þá sagði Taylor nokkrum dögum seinna að ástandið væri „martröð“. Með því að frysta aðstoðina hefðu Úkraínumenn misst trúnna á ríkisstjórn Trump. Taylor sagði einnig að hann teldi það „brjálæði“ að frysta hernaðaraðstoð „í staðinn fyrir hjálp við kosningabaráttu“. Sondland svaraði fjórum og hálfum tíma síðar og sagðist telja að Taylor hafði rangt fyrir sér. Trump væri ekki að reyna að nota hernaðaraðstoðina til að þvinga Úkraínumenn til að gera sér greiða. Þess í stað væri Trump að kanna hvort Zelensky ætlaði að gera þær umbætur sem hann hafði talað um í kosningabaráttu sinni. Þá sagði Sondland að þeir ættu að hætta að tala saman í textaskilaboðum. Birtu ekki yfirlýsinguna Þessi samskipti áttu sér stað sama dag og innri endurskoðandi leyniþjónusta Bandaríkjanna kvartaði yfir því að Dómsmálaráðuneytið leyfði honum ekki að afhenda þingmönnum kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky. Fyrstu drögin að yfirlýsingu Úkraínumanna varðandi málið, sem aðstoðarmenn Zelensky sömdu, fjallaði ekki sérstaklega um Burisma heldur almenna baráttu gegn spillingu, samkvæmt því sem Volker sagði þingmönnum í gær. Þegar Giuliani sá þau drög, sagði hann þau ekki duga. Úkraínumenn þyrftu að nefna Burisma Holdings sérstaklega. Giuliani og bandarísku erindrekarnir sömdu þá ný drög og sendu hana til Yermak, sem sagði ríkisstjórn Zelensky ekki geta notað hana. Ríkisstjórn Zelensky birti aldrei yfirlýsinguna sem Giuliani, Volkar, Taylor og Sondland höfðu samið. Innan við mánuði eftir símtal Trump og Zelensky hætti Trump við heimsókn sína til Póllands, þar sem hann ætlaði að funda með Zelensky. Erindrekar reyndu í staðinn að skipuleggja fund með Zelensky og Mike Pence, varaforseta, eða Mike Pompeo, utanríkisráðherra í staðinn. Ekkert varð úr því en Trump og Zelensky funduðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Ruslan Riaboshapka, ríkissaksóknari Úkraínu, tilkynnti nú í morgun að sú ákvörðun að hætta rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma Holdings verður endurskoðuð. Þá eiga önnur mál sem tengjast Hunter Biden, syni Joe Biden, einnig að vera endurskoðuð. Hunter sat í stjórn fyrirtækisins um tíma. Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erindrekar Bandaríkjanna töldu einnig að stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu tengdist málinu og gengu svo langt að skrifa drög að yfirlýsingu fyrir Zelensky varðandi opnun rannsókna gegn Biden. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot vegna málsins og saka hann um að nota embætti sitt og stjórnkerfi Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020 og auk Úkraínu hefur Trump einnig kallað eftir því að yfirvöld Kína rannsaki fjölskyldu Biden.Sjá einnig: Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningabaráttu. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt.Kurt Volker, sem var sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu.AP/Jose Luis MaganaSkilaboð sýna aðkomu Giuliani Þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað textaskilaboð sem starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Úkraínu sendu sín á milli. Skilaboðin fengust hjá Kurt Volker, sem sagði af sér sem sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu í síðustu viku. Hann var kallaður fyrir þingnefnd í gær og svaraði spurningum þingmanna í minnst átta tíma.Skilaboðin sýna að erindrekar Bandaríkjanna þrýstu á Zelensky að opna rannsókn gegn Biden og leita svara við samsæriskenningu varðandi uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Samsæriskenning þessi snýr að því að Demókratar hafi í raun starfað með úkraínskum stjórnmálamönnum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016 og koma sökinni á Rússa. Skilaboðin sýna einnig umfangsmikla aðkomu Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump sem starfar ekki hjá ríkinu, að viðræðunum. New York Times segir Giuliani í raun hafa leitt þennan hóp embættismanna í viðleitni þeirra til að fá Úkraínumenn til að rannsaka Biden-feðgana.Enginn rannsókn, enginn fundur Skömmu fyrir umdeilt símtal á milli Trump og Zelensky þann 25. júlí sendi Volker skilaboð sem í stóð: „Heyrði í Hvíta húsinu. Ef við gerum ráð fyrir því að Z sannfæri Trump um að hann muni rannsaka/komast til botns í því hvað gerðist 2016, munum við geirnegla dagsetningu fyrir fund.“ Andrey Yermak, ráðgjafi Zelenski, svaraði og sagði símtalið hafa „farið vel“. Hann lagði til nokkrar dagsetningar fyrir fund úkraínska forsetans með Trump. Tveimur vikum seinna sendi Yermak Volker önnur skilaboð og sagði að þegar dagsetning fyrir fund forsetanna væri klár myndu Úkraínumenn halda blaðamannafund og tilkynna fundinn. Þar að auki myndu þeir „útlína endurræsingu sambands Bandaríkjanna og Úkraínu“ og rannsóknir í tengslum við Burisma og kosningaafskiptin. „Hljómar æðislega,“ svaraði Volker.„Brjálæði“ að frysta hernaðaraðstoð Þá ræddi Volker málið við tvo aðra erindreka. Þá William Taylor, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, og Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Þar á meðal ræddu þeir yfirlýsingu sem Zelensky gæti lesið til að lýsa yfir stuðningi við rannsóknirnar. Þegar í ljós kom að Trump hafði fryst umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu, spurði Taylor hvort forsetinn væri að gera það til að þrýsta á Zelensky. „Erum við núna að segja að hernaðaraðstoðin og fundur sé skilyrtur á rannsóknum?“ Sondland svaraði og bað Taylor um að hringja í sig. Þá sagði Taylor nokkrum dögum seinna að ástandið væri „martröð“. Með því að frysta aðstoðina hefðu Úkraínumenn misst trúnna á ríkisstjórn Trump. Taylor sagði einnig að hann teldi það „brjálæði“ að frysta hernaðaraðstoð „í staðinn fyrir hjálp við kosningabaráttu“. Sondland svaraði fjórum og hálfum tíma síðar og sagðist telja að Taylor hafði rangt fyrir sér. Trump væri ekki að reyna að nota hernaðaraðstoðina til að þvinga Úkraínumenn til að gera sér greiða. Þess í stað væri Trump að kanna hvort Zelensky ætlaði að gera þær umbætur sem hann hafði talað um í kosningabaráttu sinni. Þá sagði Sondland að þeir ættu að hætta að tala saman í textaskilaboðum. Birtu ekki yfirlýsinguna Þessi samskipti áttu sér stað sama dag og innri endurskoðandi leyniþjónusta Bandaríkjanna kvartaði yfir því að Dómsmálaráðuneytið leyfði honum ekki að afhenda þingmönnum kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky. Fyrstu drögin að yfirlýsingu Úkraínumanna varðandi málið, sem aðstoðarmenn Zelensky sömdu, fjallaði ekki sérstaklega um Burisma heldur almenna baráttu gegn spillingu, samkvæmt því sem Volker sagði þingmönnum í gær. Þegar Giuliani sá þau drög, sagði hann þau ekki duga. Úkraínumenn þyrftu að nefna Burisma Holdings sérstaklega. Giuliani og bandarísku erindrekarnir sömdu þá ný drög og sendu hana til Yermak, sem sagði ríkisstjórn Zelensky ekki geta notað hana. Ríkisstjórn Zelensky birti aldrei yfirlýsinguna sem Giuliani, Volkar, Taylor og Sondland höfðu samið. Innan við mánuði eftir símtal Trump og Zelensky hætti Trump við heimsókn sína til Póllands, þar sem hann ætlaði að funda með Zelensky. Erindrekar reyndu í staðinn að skipuleggja fund með Zelensky og Mike Pence, varaforseta, eða Mike Pompeo, utanríkisráðherra í staðinn. Ekkert varð úr því en Trump og Zelensky funduðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59