Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 22:00 Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og Mark Warner, varaformaður. AP/Jacquelyn Martin Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira