Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 11:30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Fréttablaðið/GVA Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17